Stjórn SÍBS samþykkti samhljóða á fundi sínum 24. apríl sl. eftirfarandi ályktun:
Stjórn SÍBS hvetur stjórnvöld til að afnema tekjutengingu bóta vegna launatekna eldri borgara og öryrkja.
Með tillögunni fylgdi svohljóðandi greinargerð:
Svo virðist samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunar við Háskólann á Bifröst að afnám tekjutengingarinnar valdi ríkissjóði óverulegum kostnaði og gæti, ef vel tekst til, stuðlað að því að 1-2 þúsund manns fari út á vinnumarkaðinn sem ekki eru þar núna. Með þessu gæti skapast leið til að auka bæði tekjur og lífshamingju þess fólks sem nýtt gæti sér þetta.