Fréttir / 10. september 2007

SÍBS lestin búin til brottfarar


Bílar ferðalanganna verða merktir í bak og fyrir
SÍBS fólk er að leggja af stað í 10 daga ferð um landið austanvert. Ferðin hefst á Sauðárkróki 12. sept.og endar á Kirkjubæjarklaustri þann 21.

Mælingar verða á heilsugæslustöðvum í samstarfi viðheimamenn. Mældur verður blóðþrýstingur, blóðfita ásamt súrefnismettun og öndunarmælingu.

Einkum er reynt að ná til þeirra sem ekki hafa fengið slíka mælingu áður.

Hér má sjá ferðaplanið.

Fréttir af ferðalaginu verða settar hér á síðuna meðan á ferðinni stendur.

 

Nýtt á vefnum