Fréttir / 12. september 2007

Rvík. Krókur - Sigló


Guðrún Jóhannsdóttir hjúkrunarstjóri tekur við blóðþrýstingsmæli frá SÍBS.
Í morgunnljómann ... Það var rigning og hvassviðri þegar SÍBS lestin lagði upp frá Reykjavík í morgun. Dagurinn hófst með heimsókn Lindu Blöndal frá Rás 2 og síðan var ekið norður á Sauðárkrók þar sem heilbrigðisstarfsfólk tók vel á móti okkur og mældi blóðþrýsting, blóðfitu, súefnismettun og öndun. 40-50 manns komu og fengu mat á þessum atriðum .

Síðan var ekið til Siglufjarðar þar sem  gist verður í nótt.

Hér má finna dagbókarfærslu. (gæti tekið smástund)

 

 

Nýtt á vefnum