Fréttir / 30. janúar 2018

SÍBS Líf og heilsa á Suðurnesjum í febrúar

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra og Samtök lungnasjúklinga bætust í hópinn 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.

Í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og sveitarfélög á Suðurnesjum verður boðið upp á heilsufarsmælingu á eftirfarandi stöðum í febrúar:

Hjúkrunarfræðingur frá HSS verður til staðar í Grindavík og Reykjanesbæ og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt býðst fólki að taka þátt í spurningavagni um lífsstílsþætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði. Er þá einkum horft til helstu áhættuþátta glataðra góðra æviára (DALY) skv. skilgreiningum WHO, en spurningarnar teknar að svo miklu leyti sem verða má úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga.

Niðurstöður mælinga og könnunar verða í kjölfarið sendar á þátttakendur þar sem þeir geta séð stöðu sína í samanburði við aðra á lokuðu svæði með skráningu í gegnum island.is.  

        

Nýtt á vefnum