Haustáskorun SÍBS og gönguhópsins Vesens og vergangs lauk um síðustu helgi. Boðið var upp á 6 göngur auk þess sem ýmsum fróðleik um náttúru, sögu og umhverfi var miðlað. Alls tóku 237 manns þátt í göngunun.
Þátttakendur fengu ráðgjöf varðandi búnað og voru hvattir til að ganga að minnsta kosti þrisvar í viku. Margir settu sér markmið um aukna hreyfingu sem þeir fylgdu og fundu fljótlega mun á sér.
Ágætis veður var í flestum göngunum sem enduðu með dagsferð um Vindáshlíð í Brynjudal, sjá mynd frá Rannveigu Traustadóttur göngugarpi úr Brynjudal.