Um 2500 manns tóku þátt í gönguverkefnum SÍBS 2016 og nú er komið að Voráskorun SÍBS og gönguklúbbsins Vesens og vergangs sem hefst miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi.
Göngurnar eru vikulega, á miðvikudagskvöldum, fram í miðjan mars. Farnar verða stuttar vegalengdir til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt og enda með dagsferð á sunnudegi. Gengið verður rólega eða sem nemur 3-5 km hraða á klst., fer eftir færð, undirlagi og hvort það eru brekkur eða ekki. Mikilvægt að taka með hálkubrodda og höfuðljós. Það kostar ekkert í þessar göngur fyrir utan gjald vegna rútu í síðustu gönguferðinni.
Dagskrá:
- Hringur í Laugardal 15. febrúar, gangan hefst í SÍBS verslun Síðumúla 6 kl. 18.
- Hringur í Elliðaárdal 22. febrúar. gangan hefst á bílastæðinu við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 18:10
- Umhverfis Bessastaðatjörn 1. mars. gengið frá bílastæðinu við Kasthúsatjörn kl. 18:10
- Vífilsstaðavatn og Gunnhildur 8. mars. gengið frá bílastæði skóla Hjallastefnunnar að Vífilstöðum kl. 18:10
- Hvaleyrarvatn og nágrenni 15. mars. gengið frá bílastæði við vestari enda vatnsins kl. 18:10
- Engin ganga 22. mars.
- Helgafell í Mosfellsbæ 29. mars. gengið frá bílastæði við vesturenda fellsins kl. 18:10
- Dagsganga frá Hvalnesi að Garðskaga 1. apríl. rúta frá Tanngarði, við hliðina á BSÍ, kl. 9
Allir velkomnir!