Fréttir / 6. desember 2016

Heilsufarsmælingar í Breiðholti

SÍBS og Hjartaheill taka þátt í Heilsueflandi Breiðholti með ókeypis heilsufarsmælingum laugardaginn 10. desember kl. 10-16 í Heilsugæslunni í Mjódd. 

Þar gefst Breiðhyltingum kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitu og súrefnismettun auk þess að taka þátt í lýðheilsukönnun SÍBS Líf og heilsa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna í Mjódd og hjúkrunarfræðingur verður á staðnum og býður upp á ráðgjöf til þeirra sem hafa áhyggjur af niðurstöðum mælinga. 

Þekkir þú gildin þín?

 SÍBS og Hjartaheill hafa boðið íslendingum upp á heilsufarsmælingar um árabil en lífsstílssjúkdómar á borð við hjarta og æðasjúkdómar eru algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á Vesturlöndum. Lífstílssjúkdómar eru að verða heilsufarsvandi númer eitt en eiga það þó sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði og hreyfingu. 

Heilsufarsmælingarnar eru liður í fjölþættu forvarna- og fræðslustarfi SÍBS og Hjartaheilla.

Nýtt á vefnum