Á aðventunni er nóg að gera við jólaundirbúning, gera vel við sig í mat og drykk og klára allt sem þarf að gera áður en hátíðin gengur í garð. Allt annríkið veldur því að margir gefa sér ekki tíma til að hreyfa sig og njóta útiveru sem er þó mikilvægt til að losa um andlegt álag, fá ferskt loft og leyfa líkamanum að fá nauðsynlega hreyfingu.
SÍBS og Vesen og vergangur taka höndum saman og bjóða upp á tólf stuttar göngur á aðventunni. Þær eru allar innan höfuðborgarsvæðisins og innan við klukkutími að lengd. Göngurnar eiga því ekki að taka mikinn tíma frá undirbúningi jólanna en geta á hinn bóginn gert mikið fyrir þig til að tryggja enn ánægjulegri tíma í desember.
Taktu þátt og gefðu þér tíma til að ganga með okkur í desember!
Eftirfarandi göngur verða í boði:
28. nóv (mánudagur) - Rauðavatnshringur
30. nóv (miðvikudagur) - Grafarvogshringur
3. des (laugardagur) - Helgafell í Mosfellsbæ
5. des (mánudagur) - Elliðaárdalur frá Toppstöðinni
7. des (miðvikudagur) - Fossvogur
10. des (laugardagur) - Vífilsstaðahlíð
12. des (mánudagur) - Vífilsstaðavatn
14. des (miðvikudagur) - Grótta
17. des (laugardagur) - Heiðmörk
19. des (mánudagur) - Hljómskálagarður og tjörnin
21. des (miðvikudagur) - Elliðaárdalur frá Árbæjarlaug
24. des (laugardagur) - Öskjuhlíð