SÍBS-blaðið fjallar í aðdraganda kosninga um stóru verkefnin sem við blasa víða í heilbrigðiskerfinu. Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS, Birgir Jakobsson landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Þórarinn Ingólfsson formaður Félags heilsugæslulækna, Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir og Janus Guðlaugsson lektor fjalla um málin frá víðum sjónarhóli.
Í blaðinu er fjallað um skipulag heilbrigðismála og innviðauppbyggingu með áherslu á mikilvægi nýs háskólasjúkrahúss og skýrrar verkaskiptingar. Þá er fjallað um endurhæfingu og forvörnum gagnvart öllum þjóðfélagshópum, en það er athyglisverð staðreynd er að meðalævilengd heilbrigðs lífs Íslendinga er aðeins 69 ár og verja landsmenn því að meðaltali 14 árum ævinnar við verulega skert lífsgæði sakir sjúkdóma sem oftast er hægt að hafa áhrif á með lífsstíl.