Opið er fyrir skráningu á námskeið SÍBS á á haustönn 2016. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl, þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Í haust munum við einnig bjóða upp á námskeið tengd núvitund, jákvæðri sálfræði og NLP markþjálfun auk þess sem boðið verður upp á tvö námskeið um heilsu, næringu og hreyfingu í samstarfi við Samtök sykursjúkra og Landspítala háskólasjúkrahús.
Veittur verður 10% afsláttur af námskeiðsverði til þeirra sem skrá sig á námskeið í ágúst.
Samtals verður boðið upp á 11 námskeið í haust:
- Betra líf án tóbaks (07.09 - 12.10)
- HAM byggð á núvitund (07.09 - 26.10)
- Sykursýki 2, heilsa, næring og mataræði (12.09 - 15.09)
- HAM við krónískum verkjum (13.09 - 18.10)
- Streita og jafnvægi í daglegu lífi (20.09 - 03.10)
- HAM við þunglyndi og kvíða (19.09 - 07.11)
- Heilsa, núvitund og jákvæð sálfræði (27.09 - 18.10)
- Minni, skipulag og tímastjórnun (29.09 - 27.10)
- Breytingar, tækifæri og markmið (29.09 - 17.11)
- Núvitund í dagsins önn (29.09 - 17.11)
- Heilsa, mataræði og hreyfing (31.10 - 07.11)
- Sykursýki 2, heilsa, næring og mataræði (24.10 - 25.10)
- Sykursýki 2, heilsa, næring og mataræði (01.11 - 03.11)