Guðný Linda Óladóttir var kjörin formaður Samtaka lungnasjúklinga á aðalfundi þeirra 28. apríl síðastliðinn. Auk hennar tóku sæti í stjórn Aldís Jónsdóttir sem kjörinn var varaformaður, Ólöf Sigurjónsdóttir, Víðir Þráinsson og Kristín Eiríksdóttir. Guðný er 44 ára lungnaþegi, hún leggur áherslu á að samtökin berjist fyrir betri réttindum súrefnisháðra en aðalfundurinn ályktaði m.a. um mikilvægi þess að ferðasíur verði aðgengilegar öllum sem á þurfa að halda í framtíðinni.