Það er venju fremur gestkvæmt í SÍBS húsinu í dag og eru menn þó ýmsu vanir.
Heldur lágvaxið fólk í furðubúningum kemur og syngur og stígur jafnvel dansspor til áherslu.
Fyrstu gestirnir í dag voru klappstýrur að hætti amrískra og sjálfur Hómer Simpson fylgdi þeim eftir ásamt dökkum og skuggalegum náunga. Klappstýrurnar fluttu frumsamin lög og dansa með tilþrifum en fylgdarmenn þeirra komu á óvart með íslensku þjóðlagi þrátt fyrir framandi yfirbragð.
Fyrir þetta er allt saman svo launað með mishollum en afar bragðgóðum veitingum.