Fréttir / 17. september 2015

Umhyggjurík samskipti

Kynninging á undirstöðuatriðum Umhyggjuríkra samskipta verður haldin mánudaginn 21. september kl 17:00 í húsi SÍBS í Síðumúla 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík. Farið verður í undirstöðuatriðin í samskiptakerfi dr. Marshalls Rosenberg. Eftir námskeiðið geta þáttakendur tekið þátt í æfingahóp sem og framhaldsnámskeiðum sem haldin eru af Umhyggjurík samskipti á Íslandi.
 
Umhyggjurík samskipti eða NVC (Non-violent communication)er einföld samskiptaleið sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér, tilfinningum sínum og þörfum. Umhyggjurík samskipti ganga út frá að manneskjur hafi ákveðnar þarfir sem við verðum að fá uppfylltar til að ná að blómstra í lífinu, og að læra að tjá það sem þú þarft að fá uppfyllt þannig að líklegra sé að virka hvetjandi á umhverfið og aðra til samvinnu í stað mótspyrnu.
 
Leiðbeinandi er Eva Dís Þórðardóttir.
 
Nýtt á vefnum