Meðan 97,4% útgjalda í heilbrigðiskerfinu fara í að bregðast við vandanum eru aðeins 2,6% eyrnamerkt forvörnum, og þar af renna 0,3% til beinna forvarna utan heilsugæslu. Hinum megin á vogarstönginni hangir hundruða milljarða samfélagslegur kostnaður vegna heilsubrests sem að miklu leyti á rætur að rekja til langvinnra, lífsstílstengdra sjúkdóma.
Meðal efnis í blaðinu:
- Heilbrigði einstaklings – hagur samfélags
- Stóra myndin í heilbrigðismálum
- Örorka og örorkumat
- Skilgreiningar á örorku
- Starfsgetumat í stað örorkumats
- Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana
- „Mannréttindi víða brotin“ – viðtal við Ellen Calmon formann Öryrkjabandalags Íslands