Fréttir / 12. september 2014

Komdu út að ganga í haust!

SÍBS í samstarfi við gönguhópinn Vesen og vergangur, mun standa fyrir skemmtilegum gönguferðum fram eftir hausti. Það er göngugarpurinn Einar Skúlason sem mun stýra göngunum, en þær eru allar stuttar og viðráðanlegar og henta vel fyrir þá sem vilja koma sér í form eftir veikindi eða vilja stunda útivist á nýjan leik eftir hlé en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Mikið verður lagt upp úr félagslega þættinum og í hverri göngu verður hægt að fræðast um afmarkað málefni, svo sem gönguútbúnað, nesti í göngum og mataræði í tengslum við göngur, teygjur og upphitun svo fátt eitt sé nefnt.

Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig í „Haust-áskorun“, það kostar ekkert. Hægt er að hlaða niður pdf skjali, eða fara beint á Facebook-síðu gönguhópsins Vesen og vergangur og skoða dagskrána.
 

Nýtt á vefnum