Út er komið SÍBS-blaðið, 2. tbl. 2014. Blaðið er helgað lífsstíl og hvernig gera megi breytingar til hins betra í mataræði, hreyfingu og fleiri þáttum sem hafa gríðarleg áhrif á heilbrigði okkar. Lesa má blaðið hér.
Lífsstílssjúkdómar eru stærsta ógnin við heilsufar Íslendinga en mjög litlum hluta heildarkostnaðar er varið til forvarna. Sem betur fer getum við þó gert mikið í málunum sjálf. Meðal efnis í blaðinu:
– Að bæta árum við lífið og lífi við árin
– Hvernig snýr maður við blaðinu?
– Að gera hreyfingu að lífsstíl
– Hvernig breyti ég mataræðinu?
– Að vinna með streitu
– Átt þú erfitt með að festa svefn á kvöldin?
– Erum við öll fíklar?
– Hugleiðsla og slökun
– Að viðhalda góðum árangri