Athyglisvert viðtal við Birgi Rögnvaldsson, formann Samtaka lungnasjúklinga, um hvernig lungnateppa getur komið hægt og rólega aftan að fólki þannig að sjúkdómurinn greinist jafnvel ekki fyrr en orðin er 50% eða meiri skerðing í öndun. Þótt sjúkdómurinn orsakist oftast af reykingum eru einnig aðrir áhættuþættir, svo sem umhverfismengun.
Einn af hverjum tíu Íslendingum yfir fertugu þjáist af langvinnri lungnateppu og helmingurinn af þeim hefur alvarleg einkenni. Sjúkdómurinn er ólæknandi og því mjög mikilvægt að greina sjúkdóminn í tíma til að koma í veg fyrir að hann versni. Eins er hægt að læra að lifa með sjúkdómnum, svo sem kennt er í lungnendurhæfingu á Reykjalundi. Skoða má myndbandið hér.