Út er komið SÍBS-blaðið, 1. tbl. 2014 um öndun og heilbrigði. Lesa má blaðið hér.
Sé mælikvarða WHO brugðið á langvinna öndunarfærasjúkdóma aðra en lungnakrabbamein, kemur í ljós að þeir standa fyrir um 5% af heilsufarsskaða Íslendinga, hvort heldur sem mælt í ótímabærum dauða eða árum lifað með örorku.
Sjúkdómsbyrðin vegna langvinnra öndunarfærasjúkdóma er þannig álíka mikil og vegna krabbameina í brjóstum, blöðruhálsi, eistum, eggjastokkum, leghálsi og ristli – samtals! Þetta eru því sannarlega sjúkdómar sem fara hljótt en valda miklum skaða.
Meðal efnis í blaðinu: Lungnasjúkdómar – alvarleg heilsuvá; Minni mæði – meiri lífsgæði; Bakteríur og veirur; Hvað eru lungun að segja þér?; Astmi í börnum; Frjókorn og frjónæmi; Viðtal við Trausta Valdimarsson lækni: Meira kikk að hlaupa en reykja.