Ásdís Kristjánsdóttir sérfræðingur í sjúkraþjálfun á Reykjalundi heldur fræðsluerindi um öndunarhreyfingar sjúklinga með langvinna lungnateppu og lungnaþembu. Erindið hefst kl. 17:00 mánudaginn 17. febrúar, í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, Reykjavík.
Erindið fjallar um rannsókn sem gerð var á Reykjalundi og LSH Háskólasjúkrahúsi 2011-2012. Rannsóknin hefur verið kynnt á Vísindadegi Reykjalundar 2012, Degi sjúkraþjálfunar 2013, Norræna lungnaþinginu NLC 2013 og á Evrópsku lungnaráðstefnunni ERS 2013. Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar.