Fréttir / 12. desember 2013

Reykjalundarkórinn 13. desember

Reykjalundarkórinn heldur tónleika í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 20:00. Sérstakir gestir eru Páll Rósinkranz, Álafosskórinn, Karlakórinn Stefnir og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Stjórnandi er Íris Erlingsdóttir og píanóleikari Anna Rún Atladóttir.

Reykjalundarkórinn var stofnaður árið 1986 og er þetta því 28. starfsár kórsins. Lárus Sveinsson var fyrsti stjórnandi kórsins og dætur hans Ingibjörg og  Hjördís Elín píanóleikarar. Í upphafi voru eingöngu starfsmenn Reykjalundar meðlimir í kórnum, en síðar bættust við makar, vinir, börn kórfélaga og einnig hafa margir nemendur Írisar úr Söngskólanum í Reykjavík sungið með okkur.

Miðaverð er 3000 krónur, en ókeypis fyrir yngri en 12 ára. Miðasala við innganginn og á midi.is. Allur ágóði tónleikanna rennur til tækjakaupa á Reykjalundi.

Nýtt á vefnum