Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur opinn fræðslufund um mataræði, mánudaginn 18. nóvember kl 17:00 í SÍBS-húsinu Síðumúla 6. Erindið nefnist "Mataræði er hjartans mál" og eru allir velkomnir.
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er mataræði stærsti einstaki áhættuþáttur heilsubrests á Íslandi og aðeins skammt á eftir tóbaksreykingum sem áhættuþáttur krabbameina. Gott mataræði er grunnurinn að heilbrigðum lífsstíl, ásamt hreyfingu, reykleysi og takmörkun á áfengisnotkun.
Áhrifum lífsstílssjúkdóma á Íslendinga má líkja við að tíunda hvert æviár eftir fertugt glatist vegna ótímabærs dauða eða örorku – sem við getum sjálf haft áhrif á til hins betra.