Hollvinasamtök Reykjalundar verða stofnuð nk. laugardag, 2. nóvember að viðstöddum forseta Íslands og fleiri góðum gestum á hátíðarfundi á Reykjalundi í Mosfellsbæ kl. 14:00.
SÍBS og undirbúningsaðilar hvetja landsmenn til að ganga til liðs við hollvinasamtök stærstu endurhæfingarmiðstöðvar Íslands sem þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi hafa þúsundir landsmanna náð heilsu á ný eftir áföll í lífinu. Meðalaldur sjúklinga er einungis um 50 ár og má því ljóst vera hversu mikilvægu samfélagshlutverki Reykjalundur gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komast á ný út á vinnumarkaðinn.