Fréttir / 12. júní 2013

SÍBS-blaðið: SÍBS 75 ára

Út er komið SÍBS-blaðið, 3. tbl. 2013. Blaðið er jafnframt 75 ára afmælisrit SÍBS, og fjallar blaðið að þessu sinni um sýn samtakanna á lýðheilsumál til framtíðar. Lesa má blaðið hér.

SÍBS var stofnað til að bregðast við berklafaraldrinum á sínum tíma, en er í dag að takast á við nýjan faraldur: lífsstílssjúkdómana sem leggja 4 af hverjum 10 Íslendingum í valinn.

Lífsstílssjúkdómar eru langvinnir kvillar sem við getum sjálf haft áhrif á með því hvernig við kjósum að haga lífi okkar. Helstu þættirnir eru: mataræði, hreyfing, tóbaksneysla, áfengis- og vímuefnaneysla, svefnvenjur og streituumhverfi. Alls má líkja áhrifum lífsstílssjúkdóma við það, að tíunda hvert æviár eftir fertugt tapist Íslendingum vegna ótímabærs dauða eða ótímabærrar örorku.

Meðal efnis í blaðinu:

SÍBS á tímamótum, Ávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar, ávarp heilbrigðisráðherra: Gagnkvæm vinátta SÍBS og þjóðarinnar, viðtal við framkvæmdastjóra SÍBS: Forvarnir og heilbrigður lífsstíll í fyrirrúmi, kynning á nýrri bók um sögu samtakanna: Sigur lífsins – SÍBS í 75 ár, viðtal við forstjóra Reykjalundar: Þjóðhagslegur ávinningur endurhæfingar vanmetinn, viðtal við framkvæmdastjóra Múlalundar: Lífsgæði að fá að vinna, Vilhjálmur Ari Arason: Heildræn heilsa á tækniöld.


Nýtt á vefnum