Fréttir / 12. júní 2013

SÍBS-blaðið: Hreyfing

Út er komið SÍBS-blaðið, 2. tbl. 2013 um hreyfingu. Lesa má blaðið hér.

Hreyfingarleysi veldur tíunda hluta dauðsfalla og er fjórði stærsti áhættuþáttur dauða. Kyrrseta hefur svipuð áhrif á lífslíkur og reykingar eða offita, en er um leið sá þáttur lífsstíls sem hvað auðveldast er að bæta.

Beinn skaði sem samfélag og einstaklingar verða fyrir af völdum lífsstílssjúkdóma má jafna við að tíunda hvert æviár glatist vegna ótímabærs dauða eða örorku hjá öllum Íslendingum 40 ára og eldri. Hér er ekki verið að telja til það sem okkur er áskapað, heldur aðeins ótímabæran skaða sem við getum sjálf reynt að koma í veg fyrir með því hvernig við kjósum að lifa lífinu. Hreyfing er þar lykilþáttur, ásamt mataræði og reykingum.

Meðal efnis í blaðinu: Mannleg þjáning og milljarðatap, Hreyfing, langlífi og þjóðarhagur, Hreyfiseðill – ígildi lyfseðils, Við erum gerð til að hreyfa okkur, Hreyfing barna: Góð heilsa og vellíðan allt lífið, Hreyfum okkur úti! Veðrið er betra en þú heldur, MET-æfingakerfið – að meta ákefð hreyfingar, Viðtal: Ég get þetta líka!


Nýtt á vefnum