Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um hækkun vörugjalda á matvörur sem innihalda mikinn viðbættan sykur, en lækka álögur á ýmsar hollar matvörur.
Innflytjendur og framleiðendur geta valið hvort þeir borga áfram vörugjald eftir tollflokkum eða í formi magngjalds á viðbættan sykur – sykurskatt.
SÍBS fagnar þessu skrefi í átt til bættrar lýðheilsu, enda má áætla að offita kosti hið opinbera milli 5 og 10 milljarða króna á ári.
Hér má lesa greinargerð SÍBS til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um málið.