Á Múlalundi fer fram starfsendurhæfing og þar er einnig vinnustaður öryrkja. Múlalundur framleiðir ýmsar almennar skrifstofuvörur auk fjölda sérvara fyrir spítala, matsölustaði og allt þar á milli. Sjónvarpsstöðin ÍNN heimsótti nýlega Múlalund og greindi frá starfseminni þar. Myndbandið má sjá hér.
Starfsendurhæfing verður sífellt mikilvægari til að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn eftir sjúkdóma eða slys. Á hverjum tíma eru milli 40 og 50 manns starfandi á Múlalundi, sem er stærsti vinnustaður sinnar tegundar á landinu. Múlalundur hefur þjónustusamning við Vinnumálastofnun og er auk þess í samstarfi við endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund, sem líkt og Múlalundur er í eigu SÍBS.