Fréttir / 11. júní 2012

SÍBS-blaðið: Næring – hvað á ég að borða?

Út er komið júníhefti SÍBS-blaðsins og fjallar blaðið að þessu sinni um næringu.

Lífsstílssjúkdómar eru lýðheilsuvandi númer eitt, og fer offita þar framarlega í flokki ásamt hjarta- og æðasjúkdómum og áunninni sykursýki. Eitt af því sem lífsstílssjúkdómar eiga sameiginlegt, er að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði. Fræðsla er mikilvæg, en málefnið er flókið: Hvað er hollt að borða og hvað ekki?

Meðal þess sem um er rætt er um ofneyslu sykurs og hversu ávaxtasykur er varasamur, ofskömmtun próteins, og að kókosfita sé óæskileg í íslensku mataræði. Lesa má blaðið hér.

 

Nýtt á vefnum