Á hverju ári fæðast um 70 börn með hjartagalla á Íslandi. Í myndinni segja læknar frá þeim miklu framförum sem orðið hafa í greiningu og meðferð hjartagalla á síðustu árum og foreldrar segja frá reynslu sinni. Sögð er saga Hildar Pálsdóttur sem talið var að yrði aldrei eldri en tíu ára, en er nú á þrítugsaldri og hefur eignast sitt fyrsta barn. Myndina má skoða hér.
Umsjón: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Framleiðandi: Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna.