Alþingi hefur tekið þingsályktunartillögu um ætlað samþykki við líffæragjöf til umræðu og var málinu vísað til velferðarnefndar. Aðalflutningsmaður er Siv Friðleifsdóttir, en alls fluttu málið 18 þingmenn úr öllum flokkum.
SÍBS hefur ásamt samstarfsfélögum unnið að framgangi þessa máls síðan í október 2011, með þingmannafundum, fjölmiðlaumfjöllun og loks málþingi um líffæragjafir þann 6. mars sl., þar sem norskir fyrirlesarar kynntu þá leið sem þar er farin með ætluðu samþykki og opinni umræðu.
Hér má hlusta á ræður þingmanna um málið.