Mánudaginn 26. mars kl 17:00 heldur Ásdís Kristjánsdóttir sviðsstjóri lungnasjúkraþjálfunar á Reykjalundi fyrirlestur um langtímaáhrif endurhæfingar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun.
Fyrirlesturinn verður haldinn í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, gengið inn bakdyramegin. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.