Gönguhópurinn Perluvinir er að verða tíu ára. Gengið er á laugardögum og lagt upp frá Perlunni kl. 11:00.
Oft er ekið þaðan og svo gengið í klukkutíma eftir stígum sem eru fjölmargir í borgarlandinu og nágrenninu, en síðan liggur leiðin aftur í Perluna í súpu og brauð.
Á laugardag var gengið í Heiðmörk. Þá var brugðið út af vananum og snæddar IKEA kjötbollur í brúnni sósu.
Nýir félagar þurfa einugis að mæta kl. 11 á laugardögum í Perlunni og eru hjartanlega velkomnir.
Sjá fleiri myndir hér að neðan. (Smella fyrir stærri mynd)