Fréttir / 29. október 2008

Vel heppnað afmælisþing


Frá málþingi SÍBS
36. sambandsþing SÍBS var haldið á Reykjalundi 24.-25. október sl. Þingið var fjölsótt og þingstörf gengu mjög vel. Samþykkt voru ný lög SÍBS með viðamiklum breytingum, sem bundnar eru vonir við að muni skila sér í betri yfirsýn yfir rekstur SÍBS og stofnana þess.

Í þinglok var hátíðakvöldverður með dýrindis krásum frá Reykjalundi. Diddú söng og fór á kostum að vanda. Kornungur harmonikuleikari, Flemming Valmundsson heillaði einnig gestina með leik sínum. Þingfulltrúar voru á einu máli um að þetta þing hefði verið árangursríkt og ánægjulegt.

 

Nýtt á vefnum