Astma- og ofnæmisfélagið efnir til fundar þriðjudaginn 11. nóv. n.k. í Gerðubergi kl. 20:00.
Fjallað verður um myglusveppi í húsum og áhrif þeirra á heilsufar íbúanna, einkum á astma og ofnæmi.
Erindi halda:
-
Dr. Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur: Orsök myglusveppa í húsum
-
Dr. María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungnalæknir: Valda myglusveppir í húsum astma og ofnæmi?
-
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur: Myglusveppir - hvað, hvar, af hverju og hvernig skal bregðast við
Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar í boði félagsins.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins http://ao.is/