Fréttir / 20. nóvember 2008

Útifundur á mánudag kl. 16:30


   Öryrkjabandalag Íslands, ásamt BSRB, Landsamtökunum Þroskahjálp og Félagi eldri borgara í Reykjavík standa fyrir útifundi mánudaginn 24. nóvember á Ingólfstorgi. Yfirskrift fundarins er „Verjum velferðina“. Útifundurinn hefst klukkan 16:30 með tónlistarflutningi. Ræðumenn verða Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Margrét Margeirsdóttir, formaður eldri borgara og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og varaformaður BSRB.

 

Nýtt á vefnum