Fræðslumyndbönd / 5. janúar 2017
Þótt góður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum búa þúsundir Íslendinga og fjölskyldur þeirra við skaðlegar afleiðingar þeirra. Í þessari nýju heimildarmynd kynnumst við tveimur karlmönnum og tveimur konum á besta aldri, sem öll ánetjuðust reykingum á unglingsárunum og glímt hafa við alvarlega sjúkdóma sem þær ollu og breyttu lífi þeirra á varanlegan hátt.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.