Fræðslumyndbönd / 14. apríl 2016

Bakverkir

 Um 10-20% Íslendinga eiga við langvin bakvandamál að stríða og þeir eru algengasta ástæðan fyrir því að fólk getur ekki stundað vinnu á venjulegan hátt. Þeir eru því dýrir fyrir þjóðarbúið. Orsakir geta verið margvíslegar en í þessu myndbandi er rætt við nokkra einstaklinga sem þjást af langvinnum bakverkjum og eru í meðferð á Reykjalundi.  

Rætt er við Magnús Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi um bakverki sem oft eru ósértækir og erfitt að meðhöndla en í um helmingi tilfella er hægt að greina vandann og vinna með hann t.d. ef um brjósklos eða gigt er að ræða. Hreyfing og virkni geta verið besta meðalið er kemur að krónískum verkjum. 

Nýtt á vefnum