Fræðslumyndbönd / 10. apríl 2015
Tóbaksreykingar eru helsta orsök margra alvarlegra lungnasjúkdóma. Allflestir sem greinast með langvinna lungnateppu og lungnakrabbamein reykja, eða hafa einhvern tíma reykt. Þótt dregið hafi mjög úr reykingum á Íslandi á síðustu árum er staðreyndin samt sem áður sú að dánartíðni og varanleg örorka vegna lungnasjúkdóma af völdum reykinga fer vaxandi vegna þess hve stórir árgangar fyrrverandi og núverandi reykingafólks eru að ná þeim aldri þegar þessir sjúkdómar leggjast á það af fullum þunga.