Fræðslumyndbönd / 10. apríl 2015

Offita barna

Um fjórðungur íslenskra barna eru of þung. Í könnun Brynhildar Briem lektors við Kennaraháskóla Íslands á heilsufari níu ára barna frá árinu 1938 til ársins 1998 kom í ljós að hlutfall of þungra barna hefur aukist úr 0.2% í 19% á þessu tímabili. Í nýlegri B.S. lokaritgerð tveggja íþróttafræðinga, Áslaugar Ákadóttur og Steinunnar Þorkelsdóttur, þar sem skoðað var heilsufar 300 níu ára barna í Reykjavík og nágrenni kom í ljós að 26% níu ára barna eru of þung. Í könnun þeirra kemur einnig fram að við 6 ára aldur var hlutfall of þungra barna 21%, sem er mjög hátt hlutfall hjá svona ungum börnum. Tekið af vef Landlæknisembættissins: http://doktor.is/sjukdomur/offita-og-heilsufar-barna

 

 

Nýtt á vefnum