Fræðslumyndbönd / 26. mars 2015
Tóbaksreykingar eru helsta orsök margra alvarlegra lungnasjúkdóma. Allflestir sem greinast með langvinna lungnateppu og lungnakrabbamein reykja, eða hafa reykt. Þótt dregið hafi úr reykingum á Íslandi er staðreyndin samt sem áður sú að dánartíðni og örorka vegna lungnasjúkdóma af völdum reykinga fer vaxandi. Í þessari nýju íslensku heimildarmynd útskýra læknar eðli lungnasjúkdóma af völdum reykinga og sjúklingar segja frá glímu sinni við þá.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson.
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.