Hvað er hollt og hvað ekki?

 • Tímabil

  31.01.2018 - 07.02.2018

 • Almennt verð

  14250 kr.
  3000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og ÖBÍ

 • Um námskeiðið

  Staður og stund: SÍBS húsið, Síðumúla 6, 2. hæð (lyfta), stofa 2. Miðvikudagana 31. janúar og og 7. febrúar kl. 16:30-18:30.

  Lýsing: Við fáum margvísandi upplýsingar um það hvað telst hollt og hvað ekki, hvað er æskilegt að borða og hvað skal forðast. Á námskeiðinu er leitast við að greiða úr þeim fjölda upplýsinga og auglýsinga varðandi mataræði sem dynja á okkur frá degi til dags. 

  Farið verður yfir ráðleggingar um mataræði og hvaða breytingar er hægt að gera á mataræði til að minnka áhættu á lífstílssjúkdómum s.s. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki 2.
   
  Þátttakendur eru hvattir til að ræða sínar eigin vangaveltur, hugsanir og hindranir og setja sér sín eigin markmið til að hámarka bæði heilsu sína og lífsgæði.

  Hentar einstaklingum sem vilja bæta heilsu sína, námskeiðið hentar einnig vel sem liður í endurhæfingu.

  Leiðbeinandi: Óla Kallý Magnúsdóttir, doktor í næringarfræði og starfar við Landspítalann.