SÍBS fyrir lífið sjálft

 

SÍBS á og rekur Reykjalund þar sem þúsundir Íslendinga njóta endurhæfingar ár hvert

Skoða nánar

Líf og heilsa 

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra taka þátt í verkefninu frá og með haustinu 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.  

Frá og með 2017 er ætlunin að færa mælingarnar á næsta stig með því að bæta við spurningavagni um lífsstílsþætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði. Er þá einkum horft til helstu áhættuþátta glataðra góðra æviára (DALY) skv. skilgreiningum WHO, en spurningarnar teknar að svo miklu leyti sem verða má úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga til að hægt sé að bera svarendur saman við þýðið úr Heilsu og líðan.

Haustið 2016 er ætlunin að gera tilraunaverkefni með framkvæmd mælingaog fyrirlagningu spurningalista í byggðarlögum á Vesturlandi. Framkvæmdin er á þann hátt að auglýst er að ókeypis heilsufarsmælingar verði á tilteknum stað og stund, svo mæta þeir sem vilja. Áætlað er að þannig náist að mæla um 200 manns og að svarhlutfall við spurningavagninum verði mjög gott, enda svarað á staðnum á iPad án yfirsjónar, beint í kjölfar mælingar og engin eftirfylgni. Tilraunaverkefnið hefur hlotið styrk frá Lýðheilsusjóði.

Sérfræðingar um hvern málaflokk fyrir sig voru og til ráðgjafar vegna tilraunaverkefnisins áður en það er lagt fyrir og eftir að niðurstöður úr því verða notaðar til að móta endanlega rannsókn sem hefst árið 2017. Óskað verður eftir samþykki vísindasiðanefndar og svarenda fyrir skráningu persónuupplýsinga, ópersónugreinanlega tengingu svara við framhaldsrannsóknir sömu aðila sem aðrar rannsóknir.

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

SÍBS Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun

SÍBS Líf og heilsa lífsstílsþjálfun sem byggir á hinu bandaríska National Diabetes Prevention Program (NDPP) sem stýrt er af Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC).  Námsefni og kennsluleiðbeiningar hefur verið þýtt og aðlagað að ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og hreyfingu. Við aðlögun var einnig horft til annarra langvinnra sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma auk þess sem þjálfunin getur dregið úr einkennum kvíða- og þunglyndis.

Lífsstílsþjálfun fyrir einstaklinga

Aðilar sem bjóða lífsstílsþjálfun byggða á SÍBS Líf og heilsa  geta lagað hana að sínum áherslusviðum og sett hana fram í annari tímaröð en sett er fram hér. Mikilvægt er þó að fara í gegnum alla þá þætti og markmið sem hér koma fram. Einstaklingar geta einnig nýtt sér námsefni SÍBS Líf og heilsu upp á eigin spýtur, en mælt er með því að taka þátt í hópþjálfun undir stjórn þjálfaðs leiðbeinanda til að ná sem bestum árangri.

Þjálfun fyrir leiðbeinendur

Aðilar sem vilja bjóða hópþjálfun byggða á SÍBS Líf og heilsa þurfa að hafa lokið leiðbeinendaþjálfun hjá SÍBS.  

Kennsluefni

Lífsstílsþjálfunin er hópþjálfun sem byggir á vikri þátttöku samhliða fræðslu. Lífsstílsþjálfun nær yfir 12 mánuði, grunnþjálfunin er 16 skipti í hópþjálfun og erftirfylgni er 10 skipti. Gert er ráð fyrir vikulegri þjálfun til að byrja með og á 2ja-4ja vikna fresti í kjölfarið. 

Eftirfarandi er yfirlit yfir fyrstu 16 skiptin í hópþjálfun:  

 1. Kynning á markmiðum og tilhögun þjálfunar, hópefli auk þess sem farið er yfir væntingar og ábyrgð á framvindu og árangri.  Glærur
 2. Að koma sér af stað, að þekkja áhrif hreyfingar á heilsu, leiðir til að auka hreyfingu og setja sér markmið. Glærur
 3. Mikilvægi þess að fylgjast með hreyfingu, farið yfir ólíkar leiðir til að skrá og halda utan um hreyfingu. Glærur
 4. Hollt mataræði, farið yfir ráðleggingar um mataræði, fæðuflokka og hvernig má setja saman holla máltíð. Glærur
 5. Mikilvægi þess að skrá og fylgjast með mataræði, hvar má finna upplýsingar um næringarinnihald og setja sér markmið. Glærur
 6. Hvernig má auka og stunda fjölbreytt hreyfingu (þol- og styrktarþjálfun), unnin áætlun um hreyfingu. Glærur
 7. Auka brennslu og góð meltingu, hvernig lesum við á merkingar, erum við að borða hollustu? Glærur
 8. Innkaup og eldamennska, hvernig má lesa merkingar, er hægt að kaupa ódýra hollustu og hvaða eldunaraðferðir eru bestar? Glærur
 9. Takast á við og draga úr streitu, leiðir til að vinna með streitu, mikilvægi svefns og tengsl streitu við langvinna sjúkdóma. Glærur
 10. Finna tíma fyrir hreyfingu, hvaða hindrunum mætum við og hvernig komum við hreyfingu inn í daglegt líf? Glærur
 11. Hvað skal varast? Farið yfir árangur, áskoranir og hindranir. Innkaup og óhollusta, kyrrseta og óhollusta. Glærur
 12. Heilbrigt hjarta, farið fyrir áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma.  Mataræði hjartans og mikilvægi hreyfingar. Glærur
 13. Að vinna með hugsanir sínar. Hvaða hugsanir hvetja og hverjar letja? Að skipta út letjandi hugsunum. Mikilvægi þess að sýna sér mildi, æfingar í slökun og hugleiðslu. Glærur
 14. Hvar get ég fengið stuðning? Farið yfir stuðningsumhverfi þátttakenda, stuðningur fagfólks. Glærur
 15. Að standast freistingar á mannamótum, hvernig gengið hefur að standast freistingar, leiðir til að takast á við þær. Glærur
 16. Litið í baksýnisspegilinn og næstu skref, hvernig stuðla megi að varanlegri lífsstílsbreytingu og rætt um næstu skref og eftirfylgni. Glærur

Gert er ráð fyrir að hver tími í hópþjálfun sé 1 klukkustund eða 1,5 kennslustund. Mælt er með að þátttakendur vigti sig vikulega og boðið sé upp á almenna heilsufarsmælingu í upphafi, um miðbik og í lok námskeiðs þar sem blóðþrýstingur er mældur sem og blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun.

Eftirfarandi er yfirlit yfir 10 skipti í eftirfylgniþjálfun:

 1. Þegar hægir á framförum, farið yfir hvernig má vinna áfram að því að léttast eftir að hægt hefur á þyngdartapi. 
 2. Að hreyfa sig jafnt og þétt, farið yfir hvernig skipuleggja má reglulega hreyfingu yfir daginn. 
 3. Að takast á við áskoranir og viðhalda árangri, hvaða áskorunum erum við að mæta og hvernig getum við tekist á við þær?
 4. Að takast á við áskoranir í fríinu og ferðalaginu, rætt hvernig hægt er að stunda hreyfingu og borða hollt  á ferðalögum og í frítíma. 
 5. Sykursýki af tegund 2, farið yfir áhættuþætti og úrræði til að koma í veg fyrir og/eða vinna með sjúkdóminn. 
 6. Góð næring og hollt mataræði, hvernig set ég saman hollt mataræði?
 7. Hollt er líka gott, farið yfir leiðir til að búa til gómsæta en jafnframt holla rétti. 
 8. Hvernig stuðla ég að góðum svefnvenjum og nægri hvíld? Farið yfir leiðir til að bæta svefnvenjur. 
 9. Hvað get ég gert þegar ég fer útaf sporinu í mataræði og hreyfingu? Farið yfir leiðir til að koma sér aftur í gang. 
 10. Hvað hef ég afrekað og hvernig held ég áfram? Þátttakendur kynna hvernig þeir ætla að halda áfram á sömu braut. 

Um verkefnið

SÍBS Líf og heilsa er þróunarverkefni í umsjá SÍBS. Verkefnið er styrkt af Lýðheilsusjóði Embættis landlæknis og unnið í samstarfi við SidekickHealth, Heilsuborg og Ferðafélag Íslands.

Í maí 2017 lauk fyrsti hópur leiðbeinenda þjálfun frá Skinny Gene Project í Bandaríkjunum, sem er vottaður þjálfunaraðili frá CDC. Í þeim hópi voru þjálfarar frá Heilsuborg, SidekickHealth, SÍBS, Ferðafélagi Íslands, Virk og gönguhópnum Vesen og vergangi.

Fyrstu námskeiðin sem byggðu á SÍBS Líf og heilsa voru á vegum Ferðarfélagsins, sem nýtti drög að námsefninu í verkefninu „Aftur af stað“ vorið 2017, og haustið 2017 fór Heilsuborg af stað í með námskeiðið  „Heilsulausnir“ í samstarfi við SidekickHealth og Reykjavíkurborg, en SidekickHealth hefur þróað leikjavæddan hugbúnað fyrir snjallsíma sem styður og heldur utan um þjálfunina.