Fréttir / 3. desember 2018

Nýtt happdrættisár

Miðaverð breytist úr 1.500 í 1.800 krónur á mánuði frá 1. janúar 2019 og samtímis fjölgar vinningum, fjárhæðir lægstu vinninga hækka um 25% og ný tegund hærri vinninga bætist við, 100 þúsund krónur.

Frá og með janúar verða dregnar út 72 milljónir á mánuði eða samtals 864 milljónir á ári í stað 720 milljóna árið 2018. Hæsti vinningur í hverjum mánuði er 5.000.000 krónur. 10 heppnir miðaeigendur fá 500.000 krónur og 2 miðaeigendur fá 100.000 króna aukavinninga. Við bætist að 100 miðaeigendur fá 100.000 krónur. 200 miðaeigendur fá 50.000 krónur, 700 miðaeigendur fá 30.000 króna inneign í Hagkaup og 832 miðaeigendur fá 25.000 krónur.

Útdráttardagar 2019 verða, 10. janúar, 5. febrúar, 5. mars, 9. apríl, 7. maí, 5. júní, 9. júlí, 7. ágúst, 5. september, 8. október, 5. nóvember og 5. desember.

Nýtt á vefnum