Fréttir / 28. maí 2021

Gönguáskorun sumarið 2021

SÍBS og Vesen og vergangur standa fyrir ókeypis gönguáskorun á höfuðborgarsvæðinu nú í byrjun sumars. Þátttakan hjálpar fólki að gera göngur að daglegri venju, efla líkamlegan og andlegan styrk og kynnast skemmtilegu fólki.

Í ár verður boðið upp á fjórar göngur. Göngurnar leiðir Einar Skúlason forsprakki gönguhópsins Vesens og vergangs.

Skráning er nauðsynleg vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 150 þátttakendur. Stofnaður verður viðburður á Facebook fyrir hverja göngu, þar sem skráning fer fram.

Áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa lítið gengið eða hafa af einhverjum ástæðu ekki náð að hreyfa sig reglulega. Þátttakendur eru hvattir til að fara sjálfir reglulega út að ganga á meðan áskorunin stendur yfir.

DAGSKRÁ:

Vífilsstaðir, stóra bílastæðið við gamla spítalann
Dagsetning: Fimmtudagurinn 3. júní
Tími: 17:30 til 18:30
Vegalengd: Um 4 km

Árbæjarsafn
Dagsetning: Fimmtudagurinn 10. júní
Tími: 17:30 til 18:30
Vegalengd: Um 4 km

Rauðavatn
Dagsetning: Miðvikudagurinn 16. júní
Tími: 17:30 til 18:30
Vegalengd: Um 5 km

Bessastaðir á Álftanesi
Dagsetning: Fimmtudagurinn 24. júní
Tími: 17:30 til 18:30
Vegalengd: Um 6 km

Nýtt á vefnum