Fréttir / 5. júní 2018

Góð mæting í heilsufarsmælingar í Mosfellsbæ

SÍBS Líf og heilsa bauð upp á heilsufarsmælingar í Mosfellsbæ laugardaginn 26. maí  í samstarfi við heilsugæsluna og Heilsueflandi Mosfellsbæ. Alls mættu 197 einstaklingar í mælingarnar sem mörkuðu upphaf hreyfiviku UMFÍ. 

SÍBS Líf og heilsa er samstarfsverkefni SÍBS, Hjartaheilla, Samtaka lungnasjúklinga og Samtaka sykursjúkra. Mældur er blóðsykur, blóðfita, blóðþrýstingur, súrefnismettun og gripstyrkur auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir aðra áhrifaþætti heilsu. 

Nýtt á vefnum