Fréttir / 12. desember 2001

Qantel tölvurnar kvaddar


Miðvikudaginn 5. desember var mikið um að vera í Happdrætti SÍBS.

Dregnir voru út vinningar að upphæð samtals kr. sjötíu og sjö milljónir sex hundruð og fimmtíu þúsund, en þetta var jafnframt síðasti útdráttur með eldra tölvukerfi sem þjónað hefur happdrættinu um margra ára skeið. Hér eru fulltrúar úr Happdrættisráði, þau Þorleifur Pálsson, Margrét Hauksdóttir og Ólafur W. Stefánsson. Kristín Þóra Sverrisdóttir, starfsmaður happdrættisins við gömlu tölvuna sem nú var kvödd.

Verður gamla kerfinu nú lagt en tekið upp nýrra kerfi sem er mun fljótvirkara og vinnur á PC tölvur. Jafnframt verður útbúið kerfi sem umboðsmenn happdrættisins geta notað á venjulegar heimilistölvur ef því er að skipta. Það er Stefán Sæmundsson sem stýrt hefur þessu breytingastarfi, en hann hannaði jafnframt eldra kerfi og þekki það því mjög vel.

 

Með nýju kerfi verður unnt að prenta miðana jafnóðum. Hér má sjá Þórhönnu Guðmundsdóttur sem veitir Aðalumboðinu forstöðu taka við fyrsta miðanum sem var prentaður á þennan hátt.

Nýtt á vefnum