Fréttir / 9. janúar 2002

Vinningaskrá Happdrættis SÍBS 2002


Vinningaskrá í Happdrætti SÍBS fyrir árið 2002 er komin út. Verðmæti vinninga á árinu er yfir hálfan milljarð króna, að jafnaði 40 - 50 milljónir í hverjum mánuði.

Hæsti vinningur í janúar er 10 milljónir, en dregið verður um þennan glæsilega vinning ásamt 4.000 öðrum þriðjudaginn 15. janúar næstkomandi.

Þá verða tveir Subaru Legacy bílar í vinning á árinu. Þeir verða eingöngu dregnir úr seldum miðum í maí og september, og í hverjum mánuði verða svo dregnir út 15.000 króna vinningar á tvær endatölur happdrættisnúmera, úttekt í 66°Norður á útivistarfatnaði eða búnaði, alls 13.500 vinningar.

Að sögn starfsmanna og umboðsmanna happdrættisins gengur sala og endurnýjun miða vel. Margir hringja og kaupa sér þannig miða eða þá að þeir panta miða hér á heimasíðunni með rafrænum hætti.

Nýtt á vefnum