Fréttir / 12. apríl 2002

SÍBS bíllinn


Fyrirtækið Ingvar Helgason hf. hefur leigt gegn vægu verði Happdrætti SÍBS Subaru Legacy bifreið af sömu tegund og dregin verður út í maí og september.

Bíllinn hefur verið merktur kyrfilega og verður á ferðinni meira og minna í vor og sumar, eins og tilgangurinn er.Þetta er hinn glæsilegasti bíll, fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur, einn alvinsælasti ferðabíllinn á Íslandi um áraraðir.

Bíllinn verður eingöngu dreginn úr seldum miðum.

Þegar hefur verið farin jómfrúferðin á skíðaviku á Ísafirði og reyndist bíllinn eins og best varð á kosið, þrátt fyrir ófærð á köflum og margvíslegt færi á leiðinnni.

 

Nýtt á vefnum