Fréttir / 16. apríl 2002

Vikuleg heilsubótarganga


 Samtök lungnasjúklinga standa fyrir margvíslegu félagsstarfi með félögum sínum. Liður í því er samverustund og heilsubótarganga síðdegis á mánudögum. Þar fara þeir sem treysta sér til þess í gönguferð en hinir spjalla saman.

Þegar göngumenn koma síðan til baka þá er kaffi á könnunni og kökur með.

Fyrsta tilraun í þessa átt var gerð síðastliðinn mánudag og þótti takast vel. Alls mættu 24 á staðinn og um helmingur þeirra, sem hér sést á mynd, fór í létta gönguferð umhverfis Tjörnina.

Lungnasjúklingar eiga almennt ekki gott með gönguferðir og því er tekið mið af þörfum þeirra og gangan bæði létt og sömuleiðis ræður hver og einn gönguhraða sínum.

Í ljósi góðrar mætingar nú verður þessu haldið áfram síðdegis á hverjum mánudegi.

Þeir sem vilja taka þátt í þessu mæti í Suðurgötu 8a, Rauða húsið kl. 17:00 á mánudögum. Það er alls ekki skilyrði að taka þátt í göngunni en öllum heimilt. Á staðnum eru spil og eins og fyrr segir ávallt kaffi á könnunni.

Nýtt á vefnum