Fréttir / 7. maí 2002

Subaru Legacy fór til Hveragerðis


Dregið var í 5. flokki Happdrættis SÍBS þann 7. maí. Hæsti vinningur var að þessu sinni kr. 3 milljónir. Vinningsmiðinn er númer 19708, seldur í Aðalumboðinu, Suðurgötu 10.

Þá var dregin út Subaru Legacy bifreið með aukahlutum, alls að verðmæti kr. 2.800.000. Bifreiðin kom á miða nr. 28638 en sá miði er seldur í umboðinu í Hveragerði. Eingöngu var dregið úr seldum miðum.

Vinningaskrána í heild má sjá með því að smella hérna, en einnig má athuga númerin sín hér við hliðina. Þá er vinningaskráin í textavarpi RÚV og birtist í dagblöðunum í fyrramálið.

Nýtt á vefnum