Fréttir / 22. maí 2002

Subaru Legacy til nýs eiganda


Nýlega var vinningsbíll maímánaðar, sem er Subary Legacy ásamt fylgihlutum að verðmæti 2,8 milljónir króna afhentur til vinningshafans, Önnu Halldórsdóttur.

Hér sést þegar fulltrúi Happdrættis SÍBS, Kristín Þóra Sverrisdóttir afhendir Önnu bílinn. Afhendingin fór fram hjá umboðsaðilanum. Ingvari Helgasyni hf.

Til vinstri má sjá \"SÍBS bílinn\", en það er bíll frá Ingvari, sem happdrættið hefur haft til afnota í sumar. Hann er merkur SÍBS í bak og fyrir ásamt merki Ingvars Helgasonar hf. og 66°Norður, en frá þeim eru dregnir út vöruvinningar í hverjum mánuði.

Nýtt á vefnum